Viðskipti erlent

Stýrivextir áfram fimm prósent í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í morgun að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum og verða þeir því fimm prósent fimmta mánuðinn í röð. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að ákvörðun bankans hafi verið í takt við væntingar markaðs- og greiningaraðila.

„Verðbólguþrýstingur hefur aukist í Bretlandi síðustu mánuði vegna hækkandi matvæla- og eldsneytisverðs. Verðbólga er nú langt yfir 3% efri þolmörkum verðbólgumarkmiðs Englandsbanka en hún mældist 3,8% í júní og hefur ekki verið meiri í yfir áratug. Á sama tíma og verðbólga hefur aukist hafa líkur á efnahagslægð í Bretlandi farið vaxandi," segir í Morgunkorninu. Þar er bent á að samdráttur sé meðal annars á húsnæðismarkaði, í iðnaði og þjónustu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×