Viðskipti innlent

Bloomberg fjallar um stýrivaxtaákvörðun SÍ

Seðlabanki Íslands mun tilkynna um stýrivexti sína nú klukkan níu í dag. Fjallað er um málið á fréttaveitunni Bloomberg og þar segir að flestir geri ráð fyrir að stýrvöxtunum verði haldið óbreyttum 15,5%.

Bloomberg bað átta hagfræðinga um að spá fyrir um ákvörðun Seðlabankans. Fimm þeirra tölu að vextirnir yrðu óbreyttir, tveir töldu að þeir yrðu hækkaðir um hálft prósent og einn að þeir yrði hækkað um fjórðung úr prósenti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×