Viðskipti innlent

FL Group fær 1,7 milljarð í arð frá Glitni

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.
FL Group, sem er stærsti hluthafi Glitnis með rétt rúm 30% hlut, fær 1,7 milljarð króna í arðgreiðslu fyrir árið 2007 ef tillaga stjórnar bankans um að greiða 5,506 milljarða króna í arð af hagnaði rekstrarársins 2007, sem nam 27,651 milljörðum króna eftir skatta.

Arðurinn yrði greiddur til hluthafa í samræmi við hlutafjáreign þeirra eða sem nemur 19,9% af hagnaði ársins 2007 og 37% af útgefnu hlutafé (eða 0,37 kr. á hlut).

Gert er ráð fyrir að Því sem eftir standi af hagnaði ársins, 22,1 milljörðum króna, skuli ráðstafað til hækkunar á eigin fé Glitnis banka hf. Jafnframt leggur stjórnin til að hluthöfum skuli gefinn kostur á að fá allt að helming arðs síns greiddan í hlutafé í Glitni banka hf. á verðinu 17,10 á hlut.

Gert er ráð fyrir að viðmiðunardagur arðgreiðslu verði 20. febrúar 2008. Vaxtalaus útgreiðsla arðs af hálfu félagsins fari fram 13. mars 2008.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×