Viðskipti innlent

Saga Capital undirbýr nýtt mál gegn Dögg

Gestur Jónsson, lögmaður Saga Capital, segir að niðurstaða Hæstaréttar í máli skjólstæðings síns gegn Dögg Pálsdóttur og fyrirtæki hennar og sonar hennar, In Solidium, í dag felist enginn dómur um gildi krafna Saga Capital á hendur In Solidium.

Hann segir að lánssamningur og tryggingaréttindi sem þessi fyritæki komu sér saman um sé ennþá í fullu gildi. Saga Capital muni því nú fara í hefðbundið innheimtumál til þess að innheimta kröfur sínar á hendur In Solidium.

Gestur segir einnig að Saga Capital muni láta reyna á ábyrgð stjórnenda In Solidium, það er Daggar og sonar hennar, komi í ljós að Insolidium hafi ekki burði til þess að standa við skuldbindingar sínar.

Frétt Vísis um niðurstöðu Hæstaréttar í dag má lesa hér

Ítarlega samantekt Vísis á málinu má finna hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×