Viðskipti innlent

Eigið fé Kistu aukið þegar eignir rýrna

Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Kistu og forstjóri SPRON, segir stöðu Kistu sterka þrátt fyrir mikla lækkun bréfa félagsins í Exista.
Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður Kistu og forstjóri SPRON, segir stöðu Kistu sterka þrátt fyrir mikla lækkun bréfa félagsins í Exista.

Kista Fjárfestingafélag, sem er í helmingseigu SPRON, á ekki í vandræðum jafnvel þótt verðmæti eignarhluts félagsins í Exista sé komið rúmum fjórum milljörðum undir skuldir þess. Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður félagsins, segir að eigið fé verði aukið eftir þörfum.

"Kista er verkfæri sparisjóðanna til að halda utan um eignarhlut þeirra í Exista. Við setjum inn og tökum út pening eftir þörfum. Ef eignin lækkar þá aukum við eigið fé," segir Guðmundur og blæs á þær sögusagnir að sparisjóðirnir séu ekki nógu fjársterkir til að standa af sér þær lækkanir sem hafa orðið á bréfum í Exista að undanförnu. "Eiginfjárstaðan er sterk."

Kista á rúmlega 8% hlut í Exista. Í ársskýrslu SPRON fyrir árið 2007 kom fram að virði hlutar Kistu væri 19,5 milljarða virði. Síðan þá hefur hluturinn rýrnað um 8,4 milljarða. Eigendur Kistu eru SPRON (48,2%), Sparisjóðurinn í Keflavík (24,7%), Sparisjóður Mýrarsýslu (10,3%), Sparisjóður Svarfdæla (7,1%), Eyraeldi, dótturfélag Sparisjóðs Vestfirðinga (5,4%) og Þrælsfell ehf, dótturfélag Sparisjóðs Húnaþings og Stranda (4,3%).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×