Viðskipti innlent

Landsbankinn upp í morgun

Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans
Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans

Landsbanki Íslands er það félag sem hefur hækkað hvað mest í morgun. Bankinn hefur hækkað um 0,36% síðan markaðir opnuðu í Kauphöllinni og stendur gengi bankans nú í 27,6.

FL Group hefur einnig hækkað um 0,33% og stendur nú í 9,20.

Það er hinsvegar Eik Banki sem hefur lækkað hvað mest, 2,64% en Spron hefur einnig farið niður um 2,04% í morgun.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,58% og stendur nú í rúmum 4.820 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×