Viðskipti innlent

Álið fram úr sjávarafurðum

Greiningardeild Kaupþings banka áætlar að útflutningsverðmæti áls aukist úr 80 milljörðum króna í fyrra upp í 135 milljarða króna á þessu ári og muni útflutningsverðmæti áls fara fram úr útflutningsverðmæti sjávarafurða. Þessi mikla aukning vegur þungt í minnkandi viðskiptahalla við útlönd, að mati greiningardeildarinnar.

Ein helsta ástæða mikils vöruskiptahalla á síðustu árum er innflutningur tengdur fjárfestingarverkefnum vegna stóriðju auk þess sem neyslugleði landans hefur verið mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×