Viðskipti innlent

Gildi gjaldeyrisláns ofmetið

Ólafur Ísleifsson.
Ólafur Ísleifsson.

Lektor við Háskólann í Reykjavík segir að gildi þess að taka 500 milljarða króna lán til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð landsmanna hafi verið ofmetið. Lausnin fyrir atvinnulífð sé að leita samninga við Evrópska Seðlabankann.

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að lántöku til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð landsmanna hafi verið frestað í bili vegna þess hversu slæm lánakjör eru á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Frumvarp til laga um heimild til fjármálaráðherra að taka lán fyrir allt að 500 milljarða var samþykkt á Alþingi í maí í vor. Mikill þrýstingur hefur verið á ráðamenn að taka lánið, en nú liggur ljóst fyrir að það verður ekki gert í bili.

Ólafur Ísleifsson segir að bankarnir séu í samkeppni á alþjóðamarkaði við fjármálastofnanir sem hafa skjól hjá sterkum seðlabönkum. Það verði því að leita eftir leiðum sem duga og bendir á Evrópska seðlabankann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×