Frábær sigur á Rússum - Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2008 04:21 Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik með íslenska liðinu og skoraði tólf mörk. Mynd/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið fékk óskabyrjun á Ólympíuleikunum í Peking með því að vinna sigur á Rússum, 33-31. Ísland náði snemma frumkvæðinu í leiknum og náðu Rússar aldrei yfirhöndinni. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var forysta Íslands orðin sjö mörk en liðið hleypti þá Rússum óþarflega nálægt sér. Arnór Atlason skoraði svo markið sem gulltryggði endanlega sigur íslenska liðsins þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka og breytti stöðunni í 32-28. Tölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Rússarnir voru greinilega langt frá sínu besta og markvarsla beggja liða var af afar skornum skammti í fyrri hálfleik. En íslenski sóknarleikurinn auk góðrar frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í síðari hálfleik varð til þess að góður sigur íslenska liðsins varð niðurstaðan. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik og skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítum. Hann nýtti öll skotin sín í leiknum. Auk hans áttu Arnór, Alexander Petersson og Ólafur Stefánsson skínandi góðan leik eins og reyndar liðið allt. Sturla Ásgeirsson átti til að mynda afar sterka innkomu í vinstra hornið í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar sem á við meiðsli að stríða. Byrjunin á leiknum var svolítið stirð en íslenska liðið var fljótt að hrista stressið af sér og komst í 4-1 forystu. Rússar náðu þó fljótlega að svara fyrir sig og minnkuðu muninn í 5-4. Þannig gekk þetta lengst af. Ísland komst í 3-5 marka forystu en Rússar náðu alltaf að minnka muninn aftur og halda sér þannig inn í leiknum. Þeir rússnesku gerðu þó gríðarlega mikið af tæknifeilum í sínum sóknarleik og töpuðu mörgum boltum. Munurinn í hálfleik var þrjú mörk, 19-16. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en aftur svöruðu Rússar fyrir sig og breyttu stöðunni í 22-21. Þá fór Björgvin í gang, varði tvö skot í röð og íslenska sóknin gekk á lagið og komst aftur í fimm marka forystu. Eftir það varði Björgvin mörg mikilvæg skot og átti ríkan þátt í því að Ísland náði sjö marka forystu þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og sigurinn nánast tryggður. En Ísland gerði þá þau mistök að slaka á klónni og Rússarnir náðu að koma sér hálfpartinn í leikinn á ný. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka og íslensku leikmennirnir kláruðu einfaldlega leikinn. Tölfræði leiksins: Ísland - Rússland 33-31 (19-16) Gangur leiksins: 1-0, 4-1, 5-4, 7-5, 8-8, 10-9, 13-9, 15-13, 18-14, (19-16), 21-16, 22-21, 26-21, 28-24, 31-24, 31-28, 32-28, 32-30, 33-31. Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 12/6 (12/6) Alexander Petersson 6 (10) Arnór Atlason 6 (12) Sturla Ásgeirsson 3 (4) Ólafur Stefánsson 3 (7/1) Róbert Gunnarsson 2 (4) Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1) Logi Geirsson (2) Skotnýting: 33/50, 66% Vítanýting: Skorað úr 6 af 7. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9 (33/5, 27%, 50 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 0 (7/2, 10 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Arnór 2, Alexander 2 og Ásgeir 1). Fiskuð víti: Róbert 3, Alexander 1, Ólafur 1, Snorri Steinn 1 og Arnór 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Rússlandi: Konstantin Igropulo 9/5 Alexander Cherniovanov 5 Alexey Rastvortsev 4 Eduard Koksharov 4/2 Skotnýting: 31/46, 68% Vítanýting: Skorað úr 7 af 7. Varin skot: Oleg Grams 8 (40/6, 18%) Mörk úr hraðaupphlaupum: 6. Utan vallar: 12 mínútur. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og maður hennar Kristján Arason handboltakappi hvetja strákana áfram. Vilhelm GunnarssonMarkverðirnir ráða ráðum sínum. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson undrast á ákvörðun dómarans. Vilhelm GunnarssonRóbert Gunnarsson var öflugur á línunni. Vilhelm GunnarssonRússar rétt fyrir leik. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn Guðjónsson fagnar einu af tólf mörkunum sem hann gerði í leiknum. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn í sókn. Vilhelm GunnarssonEinar Þorvarðarson fagnar með Snorra Steini. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson undirbýr skot að marki.Nordic Photos / AFPSturla Ásgeirsson faðmar Ólaf að sér eftir leikinn.Nordic Photos / AFPAlexander Petersson átti stórleik og fagnar hér einu af mörkunum sínum í leiknum.Nordic Photos / AFPArnór Atlason átti einnig gríðarlega góðan leik fyrir íslenska liðið og hér fagnar hann einu af sínum mörkum.Nordic Photos / AFPAlexander tekur skot að marki.Nordic Photos / AFPMarkverðirnir Hreiðar Guðmundsson og Björgvin Páll Gústavsson fagna eftir leik.Nordic Photos / AFPÓlafur Stefánsson var oft í strangri gæslu hjá rússnesku varnarmönnunum sem réðu reyndar illa við íslenska sóknarleikinn.Nordic Photos / AFPArnór átti margar góðar stoðsendingar í leiknum fyrir utan mörkin sem hann skoraði.Nordic Photos / AFP Handbolti Tengdar fréttir Arnór: Eigum mikið inni „Það er tilbreyting að vera ekki búinn að mála sig út í horn eftir fyrsta leik,“ sagði Arnór Atlason brosandi eftir leik. Arnór átti ágætan leik, mistækur á köflum en læt það ekki slá sig út af laginu, hélt áfram að vera grimmur og skilaði mjög góðum mörkum og þar á meðal markinu sem endanlega kláraði leikinn. 10. ágúst 2008 10:44 Ólafur: Vinnum ekki Rússa á hverjum degi Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, segir að allir leikmenn hafi lagt sitt af mörkum í sigri Íslands á Rússlandi í nótt. 10. ágúst 2008 10:37 Björgvin: Draumur að taka þátt Björgvin Páll Gústavsson átti fínan síðari hálfleik í íslenska markinu í gær. Varði mikilvæg skot á góðum tímum. Þetta var fyrsti leikur Björgvins á stórmóti og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. 10. ágúst 2008 10:47 Róbert: Snorri átti stórleik „Við gáfum rétta tóninn hér strax í fyrsta leik. Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og allir voru að gefa sig hundrað prósent í verkefnið,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson við Vísi eftir leik í nótt. 10. ágúst 2008 10:42 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fékk óskabyrjun á Ólympíuleikunum í Peking með því að vinna sigur á Rússum, 33-31. Ísland náði snemma frumkvæðinu í leiknum og náðu Rússar aldrei yfirhöndinni. Þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var forysta Íslands orðin sjö mörk en liðið hleypti þá Rússum óþarflega nálægt sér. Arnór Atlason skoraði svo markið sem gulltryggði endanlega sigur íslenska liðsins þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka og breytti stöðunni í 32-28. Tölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Rússarnir voru greinilega langt frá sínu besta og markvarsla beggja liða var af afar skornum skammti í fyrri hálfleik. En íslenski sóknarleikurinn auk góðrar frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í síðari hálfleik varð til þess að góður sigur íslenska liðsins varð niðurstaðan. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik og skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítum. Hann nýtti öll skotin sín í leiknum. Auk hans áttu Arnór, Alexander Petersson og Ólafur Stefánsson skínandi góðan leik eins og reyndar liðið allt. Sturla Ásgeirsson átti til að mynda afar sterka innkomu í vinstra hornið í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar sem á við meiðsli að stríða. Byrjunin á leiknum var svolítið stirð en íslenska liðið var fljótt að hrista stressið af sér og komst í 4-1 forystu. Rússar náðu þó fljótlega að svara fyrir sig og minnkuðu muninn í 5-4. Þannig gekk þetta lengst af. Ísland komst í 3-5 marka forystu en Rússar náðu alltaf að minnka muninn aftur og halda sér þannig inn í leiknum. Þeir rússnesku gerðu þó gríðarlega mikið af tæknifeilum í sínum sóknarleik og töpuðu mörgum boltum. Munurinn í hálfleik var þrjú mörk, 19-16. Ísland skoraði fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik en aftur svöruðu Rússar fyrir sig og breyttu stöðunni í 22-21. Þá fór Björgvin í gang, varði tvö skot í röð og íslenska sóknin gekk á lagið og komst aftur í fimm marka forystu. Eftir það varði Björgvin mörg mikilvæg skot og átti ríkan þátt í því að Ísland náði sjö marka forystu þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og sigurinn nánast tryggður. En Ísland gerði þá þau mistök að slaka á klónni og Rússarnir náðu að koma sér hálfpartinn í leikinn á ný. Guðmundur Guðmundsson tók leikhlé þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka og íslensku leikmennirnir kláruðu einfaldlega leikinn. Tölfræði leiksins: Ísland - Rússland 33-31 (19-16) Gangur leiksins: 1-0, 4-1, 5-4, 7-5, 8-8, 10-9, 13-9, 15-13, 18-14, (19-16), 21-16, 22-21, 26-21, 28-24, 31-24, 31-28, 32-28, 32-30, 33-31. Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 12/6 (12/6) Alexander Petersson 6 (10) Arnór Atlason 6 (12) Sturla Ásgeirsson 3 (4) Ólafur Stefánsson 3 (7/1) Róbert Gunnarsson 2 (4) Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1) Logi Geirsson (2) Skotnýting: 33/50, 66% Vítanýting: Skorað úr 6 af 7. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9 (33/5, 27%, 50 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 0 (7/2, 10 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Arnór 2, Alexander 2 og Ásgeir 1). Fiskuð víti: Róbert 3, Alexander 1, Ólafur 1, Snorri Steinn 1 og Arnór 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Rússlandi: Konstantin Igropulo 9/5 Alexander Cherniovanov 5 Alexey Rastvortsev 4 Eduard Koksharov 4/2 Skotnýting: 31/46, 68% Vítanýting: Skorað úr 7 af 7. Varin skot: Oleg Grams 8 (40/6, 18%) Mörk úr hraðaupphlaupum: 6. Utan vallar: 12 mínútur. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og maður hennar Kristján Arason handboltakappi hvetja strákana áfram. Vilhelm GunnarssonMarkverðirnir ráða ráðum sínum. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson undrast á ákvörðun dómarans. Vilhelm GunnarssonRóbert Gunnarsson var öflugur á línunni. Vilhelm GunnarssonRússar rétt fyrir leik. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn Guðjónsson fagnar einu af tólf mörkunum sem hann gerði í leiknum. Vilhelm GunnarssonSnorri Steinn í sókn. Vilhelm GunnarssonEinar Þorvarðarson fagnar með Snorra Steini. Vilhelm GunnarssonÓlafur Stefánsson undirbýr skot að marki.Nordic Photos / AFPSturla Ásgeirsson faðmar Ólaf að sér eftir leikinn.Nordic Photos / AFPAlexander Petersson átti stórleik og fagnar hér einu af mörkunum sínum í leiknum.Nordic Photos / AFPArnór Atlason átti einnig gríðarlega góðan leik fyrir íslenska liðið og hér fagnar hann einu af sínum mörkum.Nordic Photos / AFPAlexander tekur skot að marki.Nordic Photos / AFPMarkverðirnir Hreiðar Guðmundsson og Björgvin Páll Gústavsson fagna eftir leik.Nordic Photos / AFPÓlafur Stefánsson var oft í strangri gæslu hjá rússnesku varnarmönnunum sem réðu reyndar illa við íslenska sóknarleikinn.Nordic Photos / AFPArnór átti margar góðar stoðsendingar í leiknum fyrir utan mörkin sem hann skoraði.Nordic Photos / AFP
Handbolti Tengdar fréttir Arnór: Eigum mikið inni „Það er tilbreyting að vera ekki búinn að mála sig út í horn eftir fyrsta leik,“ sagði Arnór Atlason brosandi eftir leik. Arnór átti ágætan leik, mistækur á köflum en læt það ekki slá sig út af laginu, hélt áfram að vera grimmur og skilaði mjög góðum mörkum og þar á meðal markinu sem endanlega kláraði leikinn. 10. ágúst 2008 10:44 Ólafur: Vinnum ekki Rússa á hverjum degi Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, segir að allir leikmenn hafi lagt sitt af mörkum í sigri Íslands á Rússlandi í nótt. 10. ágúst 2008 10:37 Björgvin: Draumur að taka þátt Björgvin Páll Gústavsson átti fínan síðari hálfleik í íslenska markinu í gær. Varði mikilvæg skot á góðum tímum. Þetta var fyrsti leikur Björgvins á stórmóti og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. 10. ágúst 2008 10:47 Róbert: Snorri átti stórleik „Við gáfum rétta tóninn hér strax í fyrsta leik. Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og allir voru að gefa sig hundrað prósent í verkefnið,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson við Vísi eftir leik í nótt. 10. ágúst 2008 10:42 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Arnór: Eigum mikið inni „Það er tilbreyting að vera ekki búinn að mála sig út í horn eftir fyrsta leik,“ sagði Arnór Atlason brosandi eftir leik. Arnór átti ágætan leik, mistækur á köflum en læt það ekki slá sig út af laginu, hélt áfram að vera grimmur og skilaði mjög góðum mörkum og þar á meðal markinu sem endanlega kláraði leikinn. 10. ágúst 2008 10:44
Ólafur: Vinnum ekki Rússa á hverjum degi Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, segir að allir leikmenn hafi lagt sitt af mörkum í sigri Íslands á Rússlandi í nótt. 10. ágúst 2008 10:37
Björgvin: Draumur að taka þátt Björgvin Páll Gústavsson átti fínan síðari hálfleik í íslenska markinu í gær. Varði mikilvæg skot á góðum tímum. Þetta var fyrsti leikur Björgvins á stórmóti og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. 10. ágúst 2008 10:47
Róbert: Snorri átti stórleik „Við gáfum rétta tóninn hér strax í fyrsta leik. Þetta var virkilega skemmtilegur leikur og allir voru að gefa sig hundrað prósent í verkefnið,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson við Vísi eftir leik í nótt. 10. ágúst 2008 10:42