Viðskipti innlent

Krónan veiktist í morgun í miklum gjaldeyrisviðskiptum

Krónan veiktist í miklum gjaldeyrisviðskiptum í morgun. Um tíma veiktist krónan um 1,8% en það hefur aðeins gengið til baka og er gengisvísitalan nú rúmlega 153 stig sem er 1,4% veiking frá því í gær.

Viðskiptin með gjaldeyri námu vel yfir 17 milljörðum kr. í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands er það óvenjumikið á stuttum tíma.

Hafsteinn Hafsteinsson hjá Alþjóðamarkaðssviði Seðlabankans segir að ekkert óvenjulegt sé við þessi miklu viðskipti að því er séð verður. Og hann bendir jafnframt á að gengi krónunnar hafi flökt töluvert undanfarnar vikur. "Gengisvísitalan hefur rokkað á milli 145 og 157 stiga á þessu tímabili og gengið nú er innan þess ramma," segir Hafsteinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×