Viðskipti innlent

Áætlunin réttlætir aðgengið

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Strauss-Kahn
Strauss-Kahn Nordicphotos/AFP
Stórhuga áætlun Íslands um efnahagsumbætur, stuðning við krónuna og endurreisn fjármálakerfis landsins réttlætir aðgengi þjóðarinnar að sjóðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), segir í tilkynningu Dominiques Strauss-Kahn, fram­kvæmdastjóra sjóðsins.

Strauss-Kahn segir um­bótaáætlun ríkisins jafnframt verðskulda stuðning alþjóðasamfélagsins.

„Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á fyrstu aðgerðir sem þarf til að vekja traust og stöðug­leika, bæði í hagkerfi og fjármálalífi landsins. Markmiðið er svo að styðja viðleitni Íslands til að laga sig að efnahagsvandanum á skipulegri máta og sársaukaminni,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×