Segir Seðlabankann eitt af helstu efnahagsvandamálunum 23. júní 2008 10:54 Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir að eitt af helstu efnahagsvandmálum þjóðarinnar í dag sé að Seðlabanki Íslands þverskallist við að fylgja eftir stefnu ríkisstjórnarinnar. Dæmi um það sé sú töf sem orðin er á margumræddri lántöku ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. „Mér skilst að Seðlabankinn taki ekki þetta lán af því að Davíð Oddson seðlabankastjóri sé á móti því," segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Einn angi af þessu er svo að löngu er orðið tímabært að skipta út seðlabankastjóranum og bankaráði Seðlabankans. Margsinnis hefur verið bent á að þessir menn eru óhæfir um að gegna stöðum sínum. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur meðal annarra bent á þetta." Guðmundur segir að hann viti til þess að almennir starfsmenn Seðlabankans búi við mikla óvissu í störfum sínum. „Það er einkum vegna þess að yfirstjórn bankans ræðir ekkert við þá um þau verkefni sem séu í gangi eða framundan og engir fundir eru haldnir þarna innanbúðar um stefnumótunina," segir Guðmundur. „Þessu er þveröfugt farið til dæmis hjá Seðlabanka Noregs þar sem mikil og náin samvinna er milli yfir- og undirmanna bankans um verkefni hans og stefnumótun." Fram kemur í máli Guðmundur að ríkisstjórnin sé meðal annars að gera góða hluti í efnahagsmálum til að bregðast við vandanum. Nefnir hann þar sem dæmi aðgerðirnar í kringum Íbúðalánasjóð í síðustu viku. "Þetta voru bráðnauðsynlegar aðgerðir til að komast hjá algjöru frosti í fasteignaviðskiptum hérlendis," segir Guðmundur. „Að vísu eru hámarkslánin enn heldur lág. Þau fóru úr því að duga fyrir bílskúrnum og í að duga fyrir bílskúr með opnara. Það var því heldur varlega af stað farið en samt ástæða til að fagna þessum breytingum." Guðmundur segir athyglisvert að nú sé ESA (Eftirlitsstofnun EFTA, innskot blm.) ekki neitt vandamál lengur. Ríkisstjórnin sé hætt að tönglast á því að ESA banni Íbúðalánasjóð. „Væntalega bannar ESA mönnum ekki heldur að keyra á þjóðvegum af því þar ríki ekki samkeppni," segir Guðmundur. Guðmundur nefnir hinsvegar að ríkisstjórnin muni ekki ná tilætluðum árangri í efnahagsmálaaðgerðum sínum meðan að Seðlabankinn fylgi ekki þeirri stefnu sem ríkisstjórnin markar. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir að eitt af helstu efnahagsvandmálum þjóðarinnar í dag sé að Seðlabanki Íslands þverskallist við að fylgja eftir stefnu ríkisstjórnarinnar. Dæmi um það sé sú töf sem orðin er á margumræddri lántöku ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. „Mér skilst að Seðlabankinn taki ekki þetta lán af því að Davíð Oddson seðlabankastjóri sé á móti því," segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Einn angi af þessu er svo að löngu er orðið tímabært að skipta út seðlabankastjóranum og bankaráði Seðlabankans. Margsinnis hefur verið bent á að þessir menn eru óhæfir um að gegna stöðum sínum. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur meðal annarra bent á þetta." Guðmundur segir að hann viti til þess að almennir starfsmenn Seðlabankans búi við mikla óvissu í störfum sínum. „Það er einkum vegna þess að yfirstjórn bankans ræðir ekkert við þá um þau verkefni sem séu í gangi eða framundan og engir fundir eru haldnir þarna innanbúðar um stefnumótunina," segir Guðmundur. „Þessu er þveröfugt farið til dæmis hjá Seðlabanka Noregs þar sem mikil og náin samvinna er milli yfir- og undirmanna bankans um verkefni hans og stefnumótun." Fram kemur í máli Guðmundur að ríkisstjórnin sé meðal annars að gera góða hluti í efnahagsmálum til að bregðast við vandanum. Nefnir hann þar sem dæmi aðgerðirnar í kringum Íbúðalánasjóð í síðustu viku. "Þetta voru bráðnauðsynlegar aðgerðir til að komast hjá algjöru frosti í fasteignaviðskiptum hérlendis," segir Guðmundur. „Að vísu eru hámarkslánin enn heldur lág. Þau fóru úr því að duga fyrir bílskúrnum og í að duga fyrir bílskúr með opnara. Það var því heldur varlega af stað farið en samt ástæða til að fagna þessum breytingum." Guðmundur segir athyglisvert að nú sé ESA (Eftirlitsstofnun EFTA, innskot blm.) ekki neitt vandamál lengur. Ríkisstjórnin sé hætt að tönglast á því að ESA banni Íbúðalánasjóð. „Væntalega bannar ESA mönnum ekki heldur að keyra á þjóðvegum af því þar ríki ekki samkeppni," segir Guðmundur. Guðmundur nefnir hinsvegar að ríkisstjórnin muni ekki ná tilætluðum árangri í efnahagsmálaaðgerðum sínum meðan að Seðlabankinn fylgi ekki þeirri stefnu sem ríkisstjórnin markar.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira