Viðskipti innlent

Hagnaður Kaupþings nam 15,4 milljörðum króna

Hagnaður Kaupþings á öðrum ársfjórðungi eftir skatta nam 15,4 milljörðum króna. Er hagnaður bankans á fyrri helmingi ársins því rúmlega 34 milljarðar króna.

Til samanburðar má geta að þetta er tæplega 12 milljarða kr. minni hagnaðar en varð hjá bankanum á fyrri helming síðasta árs.

Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings segir í tilkynningu um uppgjörið að mest um vert sé að bankanum hafi tekist að verja eiginfjár- og lausafjárstöðu sína en bankinn sé ekki ónæmur frekar en aðrir fyrir þeim erfiðleikum sem einkenna alþjóðlega fjármálamarkaði.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×