Viðskipti innlent

FL Group selur ekki hlut sinn í Northern Travel Holding

Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson

Eignarhaldsfélagið Stoðir sem áður hét FL Group hefur ekki selt hlut sinn í Northern Travel Holding eins og kom fram í Fréttablaðinu í morgun. Júlíus Þorfinnsson framkvæmdarstjóri samskiptasviðs félagsins staðfesti þetta í samtali við Vísi fyrir stundu.

Northern Travel Holding er móðurfélag Iceland Express, Sterling og fleiri fyrirtækja í ferðaiðnaðinum og eiga Stoðir 34,8% hlut í félaginu.

Aðspurður hvort sala á hlutnum væri á döfinni sagði Júlíus að eignasafn félagsins væri í stöðugri skoðun og útilokaði ekkert í þeim efnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×