Viðskipti innlent

Ekki gerð athugasemd við kaup FL Group á TM

MYND/Anton

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við kaup FL Group á Tryggingamiðstöðinni í fyrra.

Eftirlitið fékk málið til umfjöllunar í haust og taldi að samrunaskráin væri ófullnægjandi, fyrst og fremst þar sem ekki væri með fullnægjandi hætti gerð grein fyrir yfirráðum yfir félaginu. Var aðilum tilkynnt um það og vildu þeir ekki una þeirri ákvörðun og kærðu niðurstöðuna til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Hún vísaði kæru FL Group frá.

Í kjölfarið bárust upplýsingar frá FL Group sem gerðu Samkeppniseftirlitinu kleift að leggja efnislegt mat á samrunann. Sú athugun leiddi í ljós að samruninn hefði ekki skapað aðgangshindranir að viðkomandi mörkuðum og þá hefði samkeppnisleg staða keppinauta ekki versnað við samrunann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×