Viðskipti innlent

Baugsmenn hvergi nærri hættir

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs segir að félagið muni fjárfesta í smásölufyrirtækjum þrátt fyrir erfiðari aðstæður á markaði. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt á Heimsþingi smásala, sem haldið er í Barcelona.

„Við horfum yfir haf og til Bretlands og sjáum tækifæri með því að auka rafræna verslun. Við teljum að deildarskiptar verslanir eigi enn vaxtarmöguleika þar sem að neytendur hafa minni tíma til að versla og vilja gera innkaup á einum stað," hefur blaðið Property Week eftir Jóni Ásgeiri.

Baugur á þegar mikið af smásöluverslunum, svo sem House of Fraser, Hamleys og Iceland keðjuna. Jón Ásgeir sagði að lánakreppann myndi draga úr svokölluðum privat equitiy samningum með smásöluverslanir, en hann gerði ekki ráð fyrir því að Baugur myndi hætta að gera slíka samninga þrátt fyrir stöðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×