Erlent

Yfir 50 þúsund börn veik vegna eitraðs þurrmjólkurdufts

Kínversk yfirvöld segja nú að 53 þúsund börn hafi veikst af völdum eitraðs þurrmjólkurdufts. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir að þessi tala eigi eftir að hækka.

Fjögur börn hafa látist úr eitruninni og þrettán þúsund eru á spítala, þar af rúmlega eitt hundrað alvarlega veik. Flest börnin eru undir tveggja ára aldri.

Í dag tilkynnti svissneski framleiðandinn Nestle um innköllun mjólkurdufts frá fyrirtækinu í Hong Kong. Þurrmjólkurframleiðendur í Kína munu hafa blandað efninu melamíni saman við mjólkurduftið til að láta líta svo út sem prótíninnihald mjólkurinnar væri hærra en það í rauninni var. Kínversk yfirvöld segja að þeim verði miskunnarlaust refsað sem beri sök á eitruninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×