Viðskipti innlent

Atlantsskip hætta siglingum

Óli Tynes skrifar

Skipafélagið Atlantsskip mun hætta siglingum á næstunni. Samkvæmt heimildum Vísis mun siglingum eigin skipa verða hætt.

Varningur félagsins verður fluttur með Eimskipafélaginu.

Atlantsskip hafa rekið tvö skip. Kársnes sem tekur 384 gáma og Jan Mitchell sem tekur 300 gáma.

Saga Atlantsskipa hófst árið 1998 þegar Atlantsskip og systurfélag þess í Bandaríkjunum, Trans Atlantic Lines, gerðu samning við flutningadeild Bandaríkjahers um alla flutninga Varnarliðsins milli Bandaríkjanna og Íslands.

Atlantsskip hafa einnig siglt til Evrópu og boðið upp á flugfragt. Ekki náðist í forsvarsmenn Atlantsskipa við vinnslu þessarar fréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×