Viðskipti innlent

Stuðningur Seðlabanka Evrópu hefði styrkt Ísland þegar bankarnir féllu

Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Íslendingar tóku upp mikið af regluverki Evrópusambandsins samhliða samningnum um evrópska efnahagssvæðið en um leið hafði þjóðin ekki sama öryggisnet og aðrar Evrópuþjóðir. Þetta sagði Jónas Friðrik Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Markaðanum fyrir háegi.

Jónas sagði að það væri alltaf betra að hafa öryggisnet og fullyrti að stuðningur Seðlabanka Evrópu hefði styrkt Ísland þegar bankarnir féllu.

Alþjóðalega fjármálakrísan skipti veigamestu máli þegar bankahrunið væri skoðað. Lausafjárkrísan 2007 hafi skilið eftir sig eyðileggingarslóð og bankar víðsvegar um Evrópu hefði lent í gríðarlegum vandræðum.

Að mati Jónasar var Seðlabankinn ekki nægjanlega sterkur bakhjarl fjármálakerfisins þegar litið er til baka.

Jónas sagðist eiga von á því að tveir af gömlu bönkunum sæki um greiðslustöðvun í næstu viku. Þá lagði hann áherslu á að mikilvægi þess að gott verði fáist fyrir eignir þeirra. Jónas telur æskilegt að ná samkomulagi við kröfuhafa og fá þá inn sem eigendur í nýju bönkunum. Með því fáist erlend og dreifð eignaraðild og um leið friður við kröfuhafa og samstarfsaðila framtíðarinnar.

Aðspurður um álit sitt á ræðu Davíðs Oddssonar á fundi Viðskiptaráðs í byrjun vikunnar sagðist Jónas telja að seðlabankastjóri hafi verið óþarflega hógvær á hlutverk og aðkomu Seðlabankans að fjármálakerfinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×