Viðskipti innlent

Alfesca skilar tapi

Alfesca tapaði rúmlega 51 milljón kr. á síðasta ársfjórðung sem er fyrsti ársfjórðungur reikningsárs félagsins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn um 130 milljónum kr..

Í yfirlit um uppgjör fjórðungsins kemur fram að nettósala nam rúmlega 21 milljarði kr. sem er 2,5% samdráttur miðað við sama tíma í fyrra.

Hátt hráefnisverð, óhagstæðar gengishreyfingar og kostnaður vegna áætlana sem hætt var við hafði áhrif á afkomu ársfjórðungsins. Fyrirhuguð fyrirtækjakaup eru í biðstöðu vegna erfiðs viðskiptaumhverfis og mikils óróa á fjármálamörkuðum

„Efnahagsumhverfið versnaði til muna á 1. ársfjórðungi fjárhagsársins og var mjög erfitt. Þrátt fyrir erfiðleika vegna minnkandi eftirspurnar neytenda og breyttrar kauphegðunar erum við ánægð með góðan undirliggjandi rekstur þar sem nettósala var stöðug á samanburðargrundvelli," segir Xavier Govare forstjóri félagsins. „Þótt erfitt efnahagsumhverfi hafi haft áhrif á afkomu ársfjórðungsins höfum unnið að því að bæta rekstur samstæðunnar og munum halda því áfram með fulltingi öflugs stjórnendateymis og öguðu verklagi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×