Viðskipti innlent

Glitnir vill selja dótturfélag sitt í Finnlandi

Samkvæmt frétt í Reuters mun Glitnir vilja selja dótturfélag sitt í Finnlandi, Glitnir Finland.

Reuters vitnar þar í tilkynningu frá Glitnir Finland þar sem segir m.a. að félagið rannsaki nú gaumgæfilega möguleikana á að selja Glitnir Finland því slíkt sé í þágu allra hagsmunaaðila. Eigendaskipti gætu styrkt stöðu félagsins í Finnlandi.

Glitnir Finland var stofnað í mars í fyrra þegar Glitnir keypti meirihlutann í finnska bankanum FIM. Síðar keypti Glitnir öll hlutabréf í bankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×