Viðskipti innlent

Samþykkt að taka Icelandic Group af markaði

Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group.
Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group. Mynd/ Pjetur

Aðalfundur Icelandic Group samþykkti í dag að félagið yrði tekið af markaði. Tekið verður 5 milljarða króna skuldabréfalán á 23% vöxtum.

Til stendur að bjóða hluthöfum félagsins og fagfjárfestum að kaupa framangreind skuldabréf í lokuðu útboði. Andvirði framangreindra skuldabréfa verður varið til frekari styrkingar á innviðum félagsins og lækkunar á hlutfalli skammtímafjármögnunar í heildarfjármögnun félagsins.

Fundi Icelandic Group lauk fyrir fáeinum mínútum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×