Viðskipti innlent

Töluvert dregur úr tapi Atlantic Petroleum

Töluvert dró úr tapi Atlantic Petroleum á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Tap félagsins eftir skatt nemur nú tæpum 3,8 milljónum danskra kr. eða um 80 milljónum kr.. Á sama tímabili í fyrra nam tapið rúmlega 11 milljónum danskra kr..

Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic Petroleum segir í tilkynningu um afkomu félagsins að blað hafi verið brotið í sögu þess á þriðja ársfjórðungi. Þá komst olíuframleiðsla í gang á einu svæða félagsins, Chestnut.

Chestnut gefur vel af sér því framleiðslukostnaðurinn á því nemur 15 dollurum á tunnuna en heimsmarkaðsverð á olíu er nú á bilinu 60 til tæplega 70 dollarar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×