Skuldir vegna SMS-lána hlaðast upp í Finnlandi Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2008 14:04 Finnskar fjármálastofnanir riðu fyrir þremur árum á vaðið með SMS-lán, nýja kynslóð bankalána sem afgreidd eru á þremur mínútum. Nú er svo komið að skuldir tengdar þessum lánum eru orðnar 20 prósent vandræðaskulda Finna og vinnur finnska ríkisstjórnin nú að því að koma reglugerðarákvæðum yfir SMS-lánin sem nú breiðast sem eldur í sinu um Norður-Evrópu. Vextirnir af SMS-láni eru sáralitlir, að minnsta kosti á íslenskan mælikvarða, um 1,6 prósent. Hins vegar greiðir lántakinn lántökugjald sem er að jafnaði um fjórðungur lánsupphæðarinnar. Framkvæmdin er ekki flókin. Sá sem sækist eftir SMS-láni sendir SMS-skilaboð, eins og nafnið gefur til kynna, til bankans þar sem hann tilgreinir þá upphæð sem óskað er eftir, heimilisfang sitt, ákveðið auðkennisnúmer og númer bankareiknings. Lánveitandinn slær honum upp í gagnagrunni til að kanna hvort lánstraust ríki og millifærir svo umbeðna upphæð án frekari tafa. Afgreiðsla lánsins gengur hratt fyrir sig en yfirleitt er gert ráð fyrir að lánið sé gert upp mánuði síðar. Sé lántökugjaldið umreiknað til vaxtaprósentu samsvarar þetta 621 prósent vöxtum á ársgrundvelli, tala sem jafnvel myndi hljóma há á Íslandi. Finnum virðist ekki þykja það nein ósköp þar sem þeir tóku 270.000 SMS-lán á fyrsta fjórðungi þessa árs. Bloomberg greindi frá. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Finnskar fjármálastofnanir riðu fyrir þremur árum á vaðið með SMS-lán, nýja kynslóð bankalána sem afgreidd eru á þremur mínútum. Nú er svo komið að skuldir tengdar þessum lánum eru orðnar 20 prósent vandræðaskulda Finna og vinnur finnska ríkisstjórnin nú að því að koma reglugerðarákvæðum yfir SMS-lánin sem nú breiðast sem eldur í sinu um Norður-Evrópu. Vextirnir af SMS-láni eru sáralitlir, að minnsta kosti á íslenskan mælikvarða, um 1,6 prósent. Hins vegar greiðir lántakinn lántökugjald sem er að jafnaði um fjórðungur lánsupphæðarinnar. Framkvæmdin er ekki flókin. Sá sem sækist eftir SMS-láni sendir SMS-skilaboð, eins og nafnið gefur til kynna, til bankans þar sem hann tilgreinir þá upphæð sem óskað er eftir, heimilisfang sitt, ákveðið auðkennisnúmer og númer bankareiknings. Lánveitandinn slær honum upp í gagnagrunni til að kanna hvort lánstraust ríki og millifærir svo umbeðna upphæð án frekari tafa. Afgreiðsla lánsins gengur hratt fyrir sig en yfirleitt er gert ráð fyrir að lánið sé gert upp mánuði síðar. Sé lántökugjaldið umreiknað til vaxtaprósentu samsvarar þetta 621 prósent vöxtum á ársgrundvelli, tala sem jafnvel myndi hljóma há á Íslandi. Finnum virðist ekki þykja það nein ósköp þar sem þeir tóku 270.000 SMS-lán á fyrsta fjórðungi þessa árs. Bloomberg greindi frá.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira