Viðskipti innlent

Vöruskipti áfram neikvæð

Vöruskipti við útlönd í ágúst reyndust neikvæð um 3,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir rúman 31 milljarð en inn fyrir nærri 35 milljarða í mánuðinum.

Það sem af er ári hefur verið vöruskiptahalli í öllum mánuðum nema einum en í júní reyndust vöruskiptin hagstæð um 2,3 milljarða króna. Ef miðað er við fyrstu átta mánuði ársins er vöruskiptahallinn um 45 milljarðar króna en það er um tuttugu milljörðum króna minni halli en á sama tímabili í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×