Viðskipti innlent

Plúsdagur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,8% í dag og endaði í 655 stigum. Er þetta fyrsti jákvæði dagurinn í kauphöllinni í langan tíma.

Það voru Atorka og Bakkavör sem leiddu hækkunina, Atorka hækkaði um 70% og Bakkavör um 20%.

Mesta lækkunin varð hjá Alfesca eða 5%, Icelandair lækkaði um 1,7% og Foroya Banki um 1,6%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×