Viðskipti innlent

Icebank tapaði 3,4 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi

Vaxtatekjur bankans voru 809 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en til samanburðar voru tekjurnar 507 milljónir á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs.

Bankinn tapaði hinsvegar 3.360 milljónum króna á fjórðungnum en 2,747 milljónum fyrir sama tímabil í fyrra.

„Það var á brattann að sækja á fyrsta ársfjórðungi líkt og á síðasta ársfjórðungi 2007 og ljóst að afkoman er ekki góð. Þó er ánægjulegt hversu mikið hreinar vaxtatekjur jukust en það sýnir betur en margt annað að grunnrekstur bankans stendur styrkum fótum. Vaxtatekjurnar einar og sér standa undir öllum rekstrarkostnaði og gott betur. Icebank hefur ávallt lagt áherslu á hagkvæmni og skilvirkni í rekstri og við erum því vel í stakk búin til að takast á við krefjandi markaðsaðstæður" segir Agnar Hansson, forstjóri Icebank, í tilkynningu til Kauphallarinnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×