Viðskipti innlent

Rauður morgun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan féll um rúmt prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni eftir ágætar hækkanir frá því fyrir helgina. Vísitalan stendur nú í 4.889 stigum.

Ekkert félag hefur hækkað en mesta lækkunin hefur orðið hjá Bakkavör eða um 2,9%. Það félag hefur verið á góðu skriði undanfarna 7 daga og hækkað um 20% fram að opnuninni í dag. (Sjá nánar hér á síðunni.)

Þá hefur Exista lækkað um 2,1% og Eimskip um 1,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×