Viðskipti innlent

Staumur kaupir nafnið Teathers

William Fall forstjóri Straums.
William Fall forstjóri Straums.

Straumur-Burðarás hefur samið við umsjónaraðila breska verðbréfa- og ráðgjafarfyrirtækisins Teathers Limited sem er í greiðslustöðvun, um kaup á nafninu „Teathers", ásamt tilteknum eignum sem lúta að rekstri starfseminnar.

Straumur stefnir jafnframt að því að ráða allt að 80 starsfmenn Teathers, eða meirihluta núverandi starfsmanna þegar stoðsvið eru undanskilin. Um er að ræða starfsmenn á öllum helstu sviðum starfseminnar, þ.e. fyrirtækjaráðgjöf, verðbréfamiðlun, greiningu og fjárfestingarsjóðum, auk nokkurra stoðsviða. Starfsemin verður rekin undir merkjum Teathers frá útibúi Straums í London. Nick Stagg, forstjóri Teathers, mun leiða starfsemina. Hann mun taka sæti í framkvæmdastjórn Straums og heyra beint undir William Fall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×