Viðskipti innlent

Dregur úr einkaneyslu

Ásgeir Jónsson er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.
Ásgeir Jónsson er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.

Kaldir vindar hafi blásið um íslenskt efnahagslíf á öðrum fjórðungi þessa árs og vísbendingar benda því til þess að verulega hafi hallað undan fæti í einkaneyslu á ársfjórðungnum. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

Nýskráningum fólksbifreiða fækkaði um rúm 14% milli ára í júní. Breytingar í nýskráningum gefa góða vísbendingu um þróun einkaneyslu.

Á öðrum ársfjórðungi var meðalfjöldi þinglýstra kaupsamninga undir 60 samningum á viku, sem er vart svipur hjá sjón miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Heildarfjöldi kaupsamninga á fjórðungnum var aðeins einn fjórði af þeim fjölda samninga sem þinglýst var á sama tíma í fyrra.

Rannsóknarsetur verslunarinnar gaf nýverið út skýrslu um smásöluveltu í júní og þar kermur fram að veltan dróst saman um 2,2% í júní borið saman við sama mánuð í fyrra. Athygli vekur að sala á áfengi dróst um rúmlega 10% á milli ára.

Greiningardeildin segir að sala á áfengi hafi alla jafna meiri tregðu í breytingum en önnur sala og því megi líta á þennan samdrátt sem skýrt merki um samdrátt í einkaneyslu.

Samdráttur í greiðslukortaveltu er talsverð og dróst saman um 13,6% að raunvirði borið saman við júní í fyrra.

Að mati greiningardeilar Kaupþings bendir flest til að á brattann verði að sækja á komandi mánuðum.

Hálffimm fréttir Kaupþings er hægt að lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×