Viðskipti erlent

Olíuverðið fór yfir 146 dollara tunnan

Heimsmarksverð á olíu fór yfir 146 dollara á tunnuna núna fyrir hádegið. Hefur verðið þá hækkað um 55% frá því í janúar.

Sérfræðingar hjá Morgan Stanley sögðu í morgun að þeir reiknuðu með að olíuverðið færi í 150 dollara á tunnuna á næstu tveimur dögum.

Það sem veldur þessum hækkunum, og spá, er að stýrivaxtahækkun Seðlabanka Evrópu í morgun um 0.25% er talin veikja dollarann enn frekar en orðið er.

Jafnframt er búist við mikilli eldsneytisnotkun í Bandaríkjunum um helgina en hún er mesta ferðahelgi landsins þar sem Bandaríkjamenn halda þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan á morgun, 4. júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×