Viðskipti innlent

Um 650 fjárfestar hluthafar í 365

Ari Edwald, forstjóri 365 hf.
Ari Edwald, forstjóri 365 hf.

Eigendur um 7% hlutafjár í fjölmiðla- og afþreyingarfélaginu 365 hf. um 165 aðilar tóku kauptilboði félagsins í tengslum við fyrirhugaða afskráningu 365 úr Kauphöll Íslands. Þetta kom fram í Hálf-fimm fréttum greiningardeildar Kaupþings.

Vísir er í eigu 365 hf.

Kauptilboðið hljóðaði upp á 1,2 krónur á hlut og það vekur athygli en stærstur hluti eigenda, eða rúmlega 650 hluthafar, valdi að eiga áfram hluti í óskráðu félagi.

Greiningardeildin bendir á að sama var uppi á teningnum þegar niðurstöður kauptilboðs til hluthafa FL Group sem heita nú Stoðir lá fyrir í maí. Þá gátu hluthafar í FL Group skipt bréfum sínum út fyrir hlutabréf í Glitni banka. Um 1.900 hluthafar í FL Group, eða eigendur 84% hlutafjár, kusu að eiga bréf sín áfram í óskráðu félagi.

Hálf-fimm fréttum greiningardeildar Kaupþings má lesa hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×