Viðskipti erlent

Fellibylurinn Ike hækkar heimsmarkaðsverð á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur stigið um rúma tvo dollara í dag og stendur í 130,30 dollurum. Hækkunin stafar af ótta manna um að fellibylurinn Ike muni valda miklum skaða á olíuborpöllum í Mexíkóflóa en Ike stefnir nú yfir flóann til Texas.

Í gærdag hækkaði olíuverð í skamma stund eftir að Opec ríkin ákváðu óvænt að draga úr framleiðslu sinni um 500.000 tunnur á dag. Hækkunin gekk svo að mestu til baka undir lok dagsins.

Nú eru taldar auknar líkur á að Ike muni valda usla á olíuvinnslusvæðunum í Mexíkóflóa en Ike er búinn að ná fjórða styrkleikaflokki af fimm.

Einnig er bent á að þar sem Ike kemur væntanlega að landi í Texas er mikið af olíuhreinsistöðvum. Eigendur þeirra eru búnir að loka þeim flestum og liggur framleiðslan niðri meðan Ike fer hjá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×