Erlent

Obama formlega útnefndur frambjóðandi demókrata

SHA skrifar
Það var svo sannarlega kátt í höllinni í Denver, á flokksþingi demókrata, þegar Barack Obama var formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins.
Það var svo sannarlega kátt í höllinni í Denver, á flokksþingi demókrata, þegar Barack Obama var formlega útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins. MYND/Reuters

Barack Obama var í kvöld formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum fyrir kosningarnar í nóvember. Kosningin er söguleg enda Obama fyrsti blökkumaðurinn til að hljóta tilnefninguna.

Það var fyrrum andstæðingur Obama, Hillary Clinton, sem lagði til að Obama yrði einróma kjörinn frambjóðandi flokksins meðan fylkin voru enn að gera grein fyrir sínum atkvæðum. Var tillögu Clinton tekið með miklum fagnaðarlátum. Forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Nancy Pelosi, lýsti af því búnu yfir kjöri Obama.

Brutust þá út mikil fagnaðarlæti, þar sem allir héldu höndum á lofti, dönsuðu við lag The O'Jays, Love Train, og kyrjuðu slagorð Obama: „Yes We Can".

Obama var sjálfur ekki viðstaddur kosninguna en hann mun mæta á flokksþing demókrata á morgun og ávarpa þingið annað kvöld en þeirrar ræðu er beðið með gríðarlegri eftirvæntingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×