Viðskipti innlent

Telja 2-3% nást upp í erlendar skuldir bankanna

Alþjóðlegir uppboðshaldarar á skuldatryggingum íslensku bankanna í útlöndum, telja að aðeins muni fást tvö til þrjú prósent upp í skuldirnar, sem eru taldar vera um sex þúsund milljarðar króna, eða þrettánfaldar árstekjur ríkissjóðs.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá því að um 160 bankar og fjárfestingaraðilar hafi skráð sig fyrir að ganga eftir tryggingum á skuldum íslensku bankanna við þá. Sérfræðingar meta að þeir sem tryggðu skuldir íslensku bankanna muni fá 2 prósent til baka vegna skulda Glitnis og um 3 prósent vegna skulda Kaupþings.

Mjög erfitt er að meta heildarskuldir íslensku bankanna í útlöndum, en giskað er á að þær séu um sex þúsund milljarðar. Til samanburðar eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs á næsta ári áætlaðar 450 milljarðar og landsframleiðslan er um 1.200 milljarðar.

Þessar skuldir nema því fimmfaldri árlegri landsframleiðslu, sem falla á erlenda skuldatryggingaraðila.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×