Viðskipti innlent

Yfirtökunefnd hefur lokið athugun á FL Group

MYND/Anton

Yfirtökunefnd telur ekki ástæðu til að halda áfram athugun sinni á málefnum FL Group í framhaldi af breytingum á eignarhaldi félagsins skömmu fyrir áramót.

Ákvörðun þessa efnis var tekin á fundi nefndarinnar í morgun. Nefndin kannaði hvort yfitökuskylda hefði myndast hjá Baugi og Fons í kjölfar skipulagsbreytinga og hlutafjáraukningar hjá FL Group á síðasta ári. Þá var hlutafé félagsins meðal annars aukið um rúma 60 milljarða og Baugur varð stærsti hlutfhafinn í FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×