Óvissuþættir í þjóðhagsspá fleiri en oft áður 15. janúar 2008 10:38 MYND/GVA Áætlað er að hagvöxtur á síðasta ári hafi verið um 2,7 prósent sem er tveimur prósentustigum meira en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins í haust. Ráðuneytið birtir í dag endurskoðaða þjóðhagsspá fyrir árin 2007-2009 og segir óvissuþætti í henni nokkru fleiri en áður. Fram kemur í spánni að flest bendi til þess að íslenska hagkerfið sé enn á leið inn í skeið hjaðnandi hagvaxtar eftir öflugt uppgangstímabil. Aðhaldssöm hagstjórn, lok yfirstandi stóriðjuframkvæmda, lækkun hlutabréfaverðs og minna framboð af ódýru erlendu lánsfé dragi úr innlendri eftirspurn og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum minnkar á spátímanum. Þannig gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir því að óróleiki á alþjóðlegum og innlendum fjármálamarkaði gangi niður og að hagvöxtur í heiminum verði áfram mikill en nokkru minni en áður var talið m.a. vegna útlánatapa á fasteignamörkuðum. Minni hagvöxtur á næsta ári en búist var við Sem fyrr segir er áætlað að hagvöxtur hafi verið tveimur prósentustigum meiri í fyrra en gert var ráð fyrir. Það er vegna meiri einkaneyslu og minni samdráttar í fjárfestingu. Þá er gert ráð fyrir 1,4 prósenta hagvexti á yfirstandandi ári þrátt fyrir aukinn óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og lækkun hlutabréfaverðs. Hins vegar er búist við 0,4 prósenta hagvexti á árinu 2009, sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í haustspá fjármálaráðuneytisins. Er þar gert ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar gefi eftir.Fjármálaráðuneytið segir enn fremur að viðskiptahallinn á síðastliðinu ári verði tæp 13 prósent af landsframleiðslu, sem er minna en áður var gert ráð fyrir. Spáir ráðuneytið því að hallinn minnki hratt og verði 9,6 prósent árið 2008 og 6,8 prósent af landsframleiðslu árið 2009.Enn fremur er atvinnuleysi er minna í ár en haustspá ráðuneytisins gerði ráð fyrir, eða 1,9 prósent af vinnuafli. Því er hins vegar spáð að það aukist í 3,6 prósent á næsta ári þegar framleiðsluslaki myndast í hagkerfinu. Um leið er spáð að verðbólga, sem var fimm prósent árið 2007, verði meiri í ár, eða 4,3 prósent, og að 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á fyrra hluta næsta árs.Halli á afkomu ríkissjóðs á næsta áriRáðuneytið spáir litlum halla á afkomu ríkissjóðs á næsta ári og áfram er miðað við að Seðlabankinn fylgi aðhaldsamri peningastjórn í ár, eða þar til skýr merki eru komin fram um meira jafnvægi í efnahagslífinu. Spáð er að gengi krónunnar gefi lítillega eftir á spátímabilinu.Fjármálaráðuneytið segir óvissuþætti í spá sinni vera nokkru meiri en oft áður, þar á meðal vegna þróunar á fjármálamörkuðum, gengis krónunnar, kjarasamninga og frekari stóriðjuframkvæmda.„Í því sambandi má nefna að fjármálakerfið á Íslandi er talið traust, staða ríkissjóðs sterk, starfsemi fyrirtækja mikil og atvinnustig hátt. Íslenska hagkerfið hefur sýnt eindæma viðnámsþrótt þegar aðstæður ámörkuðum hafa skyndilega breyst en sá árangur er rakinn til aukinnar skilvirkni og sveigjanleika þess," segir í tilkynninu ráðuneytisins. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Áætlað er að hagvöxtur á síðasta ári hafi verið um 2,7 prósent sem er tveimur prósentustigum meira en gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins í haust. Ráðuneytið birtir í dag endurskoðaða þjóðhagsspá fyrir árin 2007-2009 og segir óvissuþætti í henni nokkru fleiri en áður. Fram kemur í spánni að flest bendi til þess að íslenska hagkerfið sé enn á leið inn í skeið hjaðnandi hagvaxtar eftir öflugt uppgangstímabil. Aðhaldssöm hagstjórn, lok yfirstandi stóriðjuframkvæmda, lækkun hlutabréfaverðs og minna framboð af ódýru erlendu lánsfé dragi úr innlendri eftirspurn og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum minnkar á spátímanum. Þannig gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir því að óróleiki á alþjóðlegum og innlendum fjármálamarkaði gangi niður og að hagvöxtur í heiminum verði áfram mikill en nokkru minni en áður var talið m.a. vegna útlánatapa á fasteignamörkuðum. Minni hagvöxtur á næsta ári en búist var við Sem fyrr segir er áætlað að hagvöxtur hafi verið tveimur prósentustigum meiri í fyrra en gert var ráð fyrir. Það er vegna meiri einkaneyslu og minni samdráttar í fjárfestingu. Þá er gert ráð fyrir 1,4 prósenta hagvexti á yfirstandandi ári þrátt fyrir aukinn óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og lækkun hlutabréfaverðs. Hins vegar er búist við 0,4 prósenta hagvexti á árinu 2009, sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í haustspá fjármálaráðuneytisins. Er þar gert ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar gefi eftir.Fjármálaráðuneytið segir enn fremur að viðskiptahallinn á síðastliðinu ári verði tæp 13 prósent af landsframleiðslu, sem er minna en áður var gert ráð fyrir. Spáir ráðuneytið því að hallinn minnki hratt og verði 9,6 prósent árið 2008 og 6,8 prósent af landsframleiðslu árið 2009.Enn fremur er atvinnuleysi er minna í ár en haustspá ráðuneytisins gerði ráð fyrir, eða 1,9 prósent af vinnuafli. Því er hins vegar spáð að það aukist í 3,6 prósent á næsta ári þegar framleiðsluslaki myndast í hagkerfinu. Um leið er spáð að verðbólga, sem var fimm prósent árið 2007, verði meiri í ár, eða 4,3 prósent, og að 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á fyrra hluta næsta árs.Halli á afkomu ríkissjóðs á næsta áriRáðuneytið spáir litlum halla á afkomu ríkissjóðs á næsta ári og áfram er miðað við að Seðlabankinn fylgi aðhaldsamri peningastjórn í ár, eða þar til skýr merki eru komin fram um meira jafnvægi í efnahagslífinu. Spáð er að gengi krónunnar gefi lítillega eftir á spátímabilinu.Fjármálaráðuneytið segir óvissuþætti í spá sinni vera nokkru meiri en oft áður, þar á meðal vegna þróunar á fjármálamörkuðum, gengis krónunnar, kjarasamninga og frekari stóriðjuframkvæmda.„Í því sambandi má nefna að fjármálakerfið á Íslandi er talið traust, staða ríkissjóðs sterk, starfsemi fyrirtækja mikil og atvinnustig hátt. Íslenska hagkerfið hefur sýnt eindæma viðnámsþrótt þegar aðstæður ámörkuðum hafa skyndilega breyst en sá árangur er rakinn til aukinnar skilvirkni og sveigjanleika þess," segir í tilkynninu ráðuneytisins.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira