„Við munum gera færri hluti en gera þá betur“ Breki Logason skrifar 8. júlí 2008 15:10 Ólafur Jóhann Ólafsson, nýr stjórnarformaður Geysis Green Energy. Ólafur Jóhann Ólafsson, nýr hluthafi og nýkjörin stjórnarformaður Geysis Green Energy, segir stefnuna setta á Bandaríkjamarkað, Kína og Þýskaland á næstunni. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa komið til sín um mögulega aðkomu að fyrirtækinu og talar vel um Wolfensohn fjárfestingarfélagið sem eignaðist einnig hlut í félaginu í dag. Þar segir hann mestu skipta að þetta séu „góðir náungar“. „Ég hef lengi haft áhuga á vistvænni orku og sérstaklega jarðvarma. Ég byrjaði að skoða þetta á síðasta ári og það tók sinn tíma að ná lendingu," segir Ólafur Jóhann en hann eignast 2,6% hlut í fyrirtækinu. Hann segir forsvarsmenn GGE hafa leitað til sín í upphafi. „Mig minnir að þeir hafi leitað til mín í upphafi en síðan þá hefur margt breyst hér í orkumálum, ég ætla samt að leiða hugann sem minnst að því," segir Ólafur Jóhann. Hann segir aðkomu Wolfensohn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðabankans, að félaginu hafa skipt máli en það félag var kynnt sem nýr hluthafi í dag. „Já við komum inn nokkurn veginn á sama tíma þannig að það hélst svolítið í hendur. Þetta er geysilega virt fyrirtæki og þarna eru einstaklingar sem gott er að vinna með. Þarna er mikil reynsla og gott orðspor, það sem skiptir samt mestu máli er að þetta eru góðir náungar." Ólafur býr í New York en segist vera hér á landi þegar hann getur. Hann reiknar þó með að eyða meiri tíma hér á landi eftir að hafa tekið við stjórnarformennsku. „Ég er náttúrlega ekki að fara að reka fyrirtækið heldur verður það forstjórinn og hans teymi. En ég verð þeim eins mikið innan handar og ég get. Fyrirtækið er með starfsemi víðar en bara hér en höfuðstöðvarnar verða áfram í Reykjanesbæ og við munum halda áfram nánu samstarfi með Árna bæjarstjóra og Hitaveitu suðurnesja," segir Ólafur Jóhann og bætir við að næstu skref fyrirtækisins verði að sækja á Bandaríkjamarkað. „Ég sé líka ágæta möguleika í Þýskalandi og Kína og við munum einbeita okkur að þessum mörkuðum á næstu misserum. Við munum gera færri hluti en gera þá betur," segir Ólafur að lokum. Tengdar fréttir Blásum í seglin í kreppunni Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir mikið fagnaðarefni að fá nýja hluthafa inn í félagið. Félagið kynnti í hádeginu þá Ólaf Jóhann Ólafsson og bandaríksa fjárfestingafélagið Wolfensohn Company sem nýja hluthafa. Hlutafé félagsins verður aukið um fimm milljarða. 8. júlí 2008 13:52 Ólafur Jóhann líklega kjörinn stjórnarformaður GGE Ólafur Jóhann Ólafsson verður væntanlega kosinn stjórnarformaður í Geysir Green Energy í dag. GGE hefur boðað til hluthafafundar vegna breytinga á stjórn félagsins og innkomu nýrra hluthafa og verður fundurinn á Suðurnesjum í hádeginu. 8. júlí 2008 09:55 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, nýr hluthafi og nýkjörin stjórnarformaður Geysis Green Energy, segir stefnuna setta á Bandaríkjamarkað, Kína og Þýskaland á næstunni. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafa komið til sín um mögulega aðkomu að fyrirtækinu og talar vel um Wolfensohn fjárfestingarfélagið sem eignaðist einnig hlut í félaginu í dag. Þar segir hann mestu skipta að þetta séu „góðir náungar“. „Ég hef lengi haft áhuga á vistvænni orku og sérstaklega jarðvarma. Ég byrjaði að skoða þetta á síðasta ári og það tók sinn tíma að ná lendingu," segir Ólafur Jóhann en hann eignast 2,6% hlut í fyrirtækinu. Hann segir forsvarsmenn GGE hafa leitað til sín í upphafi. „Mig minnir að þeir hafi leitað til mín í upphafi en síðan þá hefur margt breyst hér í orkumálum, ég ætla samt að leiða hugann sem minnst að því," segir Ólafur Jóhann. Hann segir aðkomu Wolfensohn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðabankans, að félaginu hafa skipt máli en það félag var kynnt sem nýr hluthafi í dag. „Já við komum inn nokkurn veginn á sama tíma þannig að það hélst svolítið í hendur. Þetta er geysilega virt fyrirtæki og þarna eru einstaklingar sem gott er að vinna með. Þarna er mikil reynsla og gott orðspor, það sem skiptir samt mestu máli er að þetta eru góðir náungar." Ólafur býr í New York en segist vera hér á landi þegar hann getur. Hann reiknar þó með að eyða meiri tíma hér á landi eftir að hafa tekið við stjórnarformennsku. „Ég er náttúrlega ekki að fara að reka fyrirtækið heldur verður það forstjórinn og hans teymi. En ég verð þeim eins mikið innan handar og ég get. Fyrirtækið er með starfsemi víðar en bara hér en höfuðstöðvarnar verða áfram í Reykjanesbæ og við munum halda áfram nánu samstarfi með Árna bæjarstjóra og Hitaveitu suðurnesja," segir Ólafur Jóhann og bætir við að næstu skref fyrirtækisins verði að sækja á Bandaríkjamarkað. „Ég sé líka ágæta möguleika í Þýskalandi og Kína og við munum einbeita okkur að þessum mörkuðum á næstu misserum. Við munum gera færri hluti en gera þá betur," segir Ólafur að lokum.
Tengdar fréttir Blásum í seglin í kreppunni Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir mikið fagnaðarefni að fá nýja hluthafa inn í félagið. Félagið kynnti í hádeginu þá Ólaf Jóhann Ólafsson og bandaríksa fjárfestingafélagið Wolfensohn Company sem nýja hluthafa. Hlutafé félagsins verður aukið um fimm milljarða. 8. júlí 2008 13:52 Ólafur Jóhann líklega kjörinn stjórnarformaður GGE Ólafur Jóhann Ólafsson verður væntanlega kosinn stjórnarformaður í Geysir Green Energy í dag. GGE hefur boðað til hluthafafundar vegna breytinga á stjórn félagsins og innkomu nýrra hluthafa og verður fundurinn á Suðurnesjum í hádeginu. 8. júlí 2008 09:55 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Blásum í seglin í kreppunni Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir mikið fagnaðarefni að fá nýja hluthafa inn í félagið. Félagið kynnti í hádeginu þá Ólaf Jóhann Ólafsson og bandaríksa fjárfestingafélagið Wolfensohn Company sem nýja hluthafa. Hlutafé félagsins verður aukið um fimm milljarða. 8. júlí 2008 13:52
Ólafur Jóhann líklega kjörinn stjórnarformaður GGE Ólafur Jóhann Ólafsson verður væntanlega kosinn stjórnarformaður í Geysir Green Energy í dag. GGE hefur boðað til hluthafafundar vegna breytinga á stjórn félagsins og innkomu nýrra hluthafa og verður fundurinn á Suðurnesjum í hádeginu. 8. júlí 2008 09:55