Viðskipti innlent

Sigurjón segir ummæli bankastjóra Rabobank óheppileg

Andri Ólafsson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason.
Sigurjón Þ. Árnason.

Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir nýleg ummæli Bert Heemskerk, bankastjóra Rabobank, í hollenska ríkissjónvarpinu óheppileg.

Rabobank er stærsti bankinn í Hollandi en Hemskerk réðst harkalega að trúverðugleika Landsbankans í viðtali þar í landi í gærkvöld. Þar líkti hann bankanum við tyrkneskan banka, hvað sem það kann að þýða.

Þá sagði Heemskerk að hollenskur almmeningur væri að kaupa köttinn í sekknum með því að skipta við Landsbankann þar sem innlánsvextir hans gætu aldrei verið jafn háir til frambúðar í Hollandi eins og nú.

„Þessi ummæli eru ekki heppileg fyrir neinn, hvorki hann né okkkur," segir Sigurjón Árnason um málið.

Hann segir ummæli Heemskerk viðbrögð við nýjum aðstæðum þar sem bankar geta keppt við hvern annan með mjög opnum hætti á Netinu.

„Við erum sannfærð um að það sé pláss fyrir alla á þessum markaði. Við ógnum ekki Rabobank þannig séð. Ég á því erfitt með að skilja þessi ummæli," segir Sigurjón.








Tengdar fréttir

Líkir Landsbankanum við tyrkneskan banka

Bankastjóri Rabobank, stærsta banka Hollands, réðst harkalega á innkomu Landsbankans á hollenskan markað í viðtali í hollenska ríkissjónvarpinu. Líkti hann Landsbankanum við Tyrkneskan banka og sagði áreiðanleika hans engan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×