Viðskipti innlent

Ólafur Jóhann líklega kjörinn stjórnarformaður GGE

Ólafur Jóhann Ólafsson.
Ólafur Jóhann Ólafsson.

Ólafur Jóhann Ólafsson verður væntanlega kosinn stjórnarformaður í Geysir Green Energy í dag. GGE hefur boðað til hluthafafundar vegna breytinga á stjórn félagsins og innkomu nýrra hluthafa og verður fundurinn á Suðurnesjum í hádeginu.

Greint var frá því í Markaðnum fyrir nokkru að hluthafar í orku- og útrásarfyrirtækinu Geysir Green Energy ættu í viðræðum við Ólaf Jóhann Ólafsson, rithöfund og framkvæmdastjóra í Bandaríkjunum, og bandaríska fjárfestingarsjóðinn Riverstone um fjárfestingu í félaginu.

Í þeim viðræðum var m.a. verið ræddur sá möguleiki að James Wolfensohn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, setjist í stjórn félagsins, en hann rekur nú fjárfestinga- og ráðgjafafyrirtæki sem hefur sinnt orkumálum sérstaklega.

Á fundinum í dag mun sonur Wolfensohn væntanlega taka sæti í stjórn GGE.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×