Viðskipti innlent

Evran kostar 150 krónur samkvæmt gjaldeyrisuppboði SÍ

MYND/AP

Gengi evrunnar er 150 krónur í dag samkvæmt gjaldeyrisuppboði sem Seðlabankinn stóð fyrir í dag til að fá vísbendingu um gengi krónunnar.

Um er að ræða bráðabirgðaaðgerð í gjaldeyrismálum hjá Seðlabankanum og verður sams konar daglega á næstunni. Að uppboðinu koma viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði og nokkur önnur fjármálafyrirtæki. Heildarfjárhæð viðskipta í uppboðinu var 25 milljónir evra, sem er um 3,7 milljarðar króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×