Viðskipti erlent

Hörmungarnar í Burma hækka ennfrekar verð á hrísgrjónum

Hörmungarnar í Burma hafa valdið því að heimsmarkaðsverð á hrísgrjónum hefur hækkað enn frekar. Verðið sló met í síðasta mánuði en eftir að fregnir bárust um að 5.000 ferkílómetrar af landbúnaðarhéruðum Burma hefðu farið undir vatn í fellibylnum Nargis.

Verðið á hrísgrjónum hækkaði um 3,5% í kjölfar fregnanna frá Burma og hefur ekki hækkað jafnmikið frá því um miðjan apríl. Hækkunin frá áramótum er nú orðin 61%.

Reiknað hafði verið með að Burma myndi flytja út um 600.000 tonn af hrísgrjónum á þessu ári. Nargis gerir það að verkum að þessi útflutningur er úr sögunni.

Greinendur telja að ef Bruma neyðist til að flytja inn hrísgrjón vegna áhrifanna frá Nargis muni það hafa mjög alvarleg áhrif á þróun hrísgrjónaverðsins síðar á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×