Viðskipti innlent

Færeysku fyrirtækin hækkuðu mest

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,13% í dag.  Føroya Banki hækkaði mest, eða um 4,26%, og Eik Banki hækkaði um 2,50%. Bakkavör Group hækkaði um 1,01%.

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, lækkaði um 4,57%, SPRON lækkaði um 1,61% og Teymi um 1,28%.

Gengisvístialan hækkaði um 0,63 prósent og stendur nú í 159,6 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×