Erlent

180 tróðust undir á Indlandi

Óli Tynes skrifar

Að minnsta kosti 180 manns létu lífið þegar þeir tróðust undir þegar skelfing greip um sig við musteri hindúa í grennd við Jodhpur á Indlandi í dag. Mörghundruð slösuðust.

Lögreglustjórinn í Jodphur segir að um 12 þúsund manns hafi safnast saman við musterið til að fagna byrjun hátíðar hindúa. Múrveggur sem lá að musterinu hrundi og þá greip um sig mikil skelfing.

Allir reyndu að komast undan og fólk tróðst og barðist um eins og það gat. Það er ekki óalgengt á Indlandi að fólk troðist undir við musteri á Indlandi.

Mikill mannfjöldi safnast þar tíðum saman á alltof litlum svæðum. Ekkert má þá útaf bera til að skelfing grípi um sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×