Viðskipti innlent

Hvað eru stýrivextir?

Líkt og fram hefur komið á Vísi hefur Seðlabanki Íslands ákveðið að lækkka stýrivexti um 3,5% og verða þeir því 12%. Margir hafa talað um nauðsyn þess að lækka stýrivexti upp á síðkastið. En hvað þýðir þetta? Hvað eru stýrivextir og hvaða máli skiptir þessi lækkun?

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands eru hugtakið stýrivextir útskýrt sem þeir vextir sem yfirvöld nota til að reyna að hafa áhrif á markaðsvexti.

„Víðast eru þetta vextir á einhvers konar seðlabankaútlánum eða -innlánum. Tilgangur með hækkun slíkra vaxta getur verið að draga úr ofþenslu og verðbólgu eða hækka gengi gjaldmiðils. Hér á landi eru stýrivextir þeir vextir sem Seðlabanki Íslands ákveður á fyrirgreiðslu við lánastofnanir í formi svokallaðra endurhverfra verðbréfaviðskipta, en í þeim viðskiptum geta lánastofnanir fengið fé að láni frá Seðlabankanum í fjórtán daga gegn veði í skuldabréfum."

Frjálsa alfræðiritið Wikipedia er einnig með sýna útskýringu á hugtakinu:

„Með töluverðri einföldun mætti útskýra stýrivexti þannig að þeir eru nokkurskonar heildsöluverð á peningum sem lánastofnanir (oftast bankar) „kaupa" peninga á hjá Seðlabankanum, en „selja" svo til lántakenda á smásöluverði. Þannig að ef stýrivextir hækka, þá hækka einnig útlánsvextir bankanna."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×