Erlent

Handtekinn fyrir að mótmæla danska konungsveldinu

MYND/AP

Danska lögreglan handtók í gær tuttugu og sjö ára lýðháskólakennara fyrir að mótmæla komu dönsku konungshjónanna til Ærö.

Margrét Danadrottning og Hinrik prins komu í gær með konungsskipinu til eyjarinnar og var Caspar Lodberg meðal þeirra sem tók á móti þeim. Hann var þó ekki í hópi þeirra sem fagnaði, því hann hélt meðal annars á borða sem á var letrað: „Niður með konungsveldið". Þegar Lodberg tók að hrópa orðin tóku fjórir lögreglumenn hann fastan og mátti hann dúsa á lögreglustöð bæjarins í þrjá tíma.

Í samtali við blaðið Fyns Amts Avis segir Lodberg að lögregla hafi beitt hann óþarfa harðræði og honum hafi ekki verið sleppt fyrr en hann fór að gráta. Lögregla segir hins vegar að Lodberg hafi verið í árásarham og því hafi lögreglan ekki átt annan kost en að handjárna hann og færa á lögreglustöð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×