Kaupþing skrifaði fyrr í mánuðinum undir samning um 275 milljóna evra eða 35,5 milljarða kr. sambankalán frá fjórum bönkum. Vaxtaálag á því er mjög hagstætt eða 1,5%.
Greining Glitnis fjallar um lánið í Morgunkorni sínu. Þar segir að samkvæmt tilkynningu er lánið til tveggja ára og greiðist að fullu á gjalddaga.
Greiningin nefnir að 1,5% vaxtaálag á láninu séumjög langt undir skuldatryggingaálagi Kaupþings í dag sem er um 7%. Þrátt fyrir að heildarkostnaður lánsins liggi nærri 2% þá endurspegla kjörin hversu skuldatryggingaálag bankans er úr takti við skuldaraáhættu hans.
„Lántakan eru góðar fréttar fyrir Kaupþing," segir í Morgunkorninu.