Viðskipti erlent

Krónubréfabankinn KfW sagður heimskasti banki Þýskalands

KfW bankinn hefur hlotið titilinn heimskasti banki Þýskalands eftir að í ljós kom að hann setti rúmlega 30 milljarða króna inn í Lehman Brothers aðeins tveimur tímum áður en Lehman var lýstur gjaldþrota.

KfW er vel þekktur hérlendis enda hefur hann verið umfangsmikill í krónubréfaútgáfu, nú síðast í ágústmánuði er hann bætti 2 milljörðum kr. við krónubréfaútgáfu sína.

Stjórn KfW segir það vera algerlega óskiljanleg mistök að bankinn setti fyrrgreinda upphæð inn í Lehman á sama tíma og allir aðrir bankar voru að reyna að koma fjármunum sínum út úr Lehman.

Sökum málsins hefur tveimur mönnum verið vikið úr stjórn KfW og yfirmaður áhættustýringar bankans var rekinn. Fleiri uppsagnir eru boðaðar innan bankans sökum málsins og fjármálaráðherra Þýskalands er öskureiður vegna málsins en KfW er 80% í eigu þýska ríkisins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×