Viðskipti erlent

Stærstu seðlabankar heims sameinast í björgunaraðgerð

Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu, Japans, Sviss, Kanada og Englandsbanki ætla í sameiningu að standa fyrir risavaxinni björgunaraðgerð til að rétta af fjármálakreppuna sem nú ríkir í heiminum.

Alls mun Seðlabanki Bandaríkjanna og seðlabankarnir í Evrópu pumpa 180 milljörðum dollara, eða rúmlega 17.000 milljörðum kr. inn á markaðina í dag og næstu daga. Seðlabanki Japans leggur til rúmlega 13.000 milljarða kr..

Að sögn Börsen er þetta stærsta einstaka fjárhagslega björgunaraðgerðin í sögunni.

Þróunin á síðustu dögum hefur gert það að verkum að millibankalán í dollurum hafa ekki verið dýrari síðan 1999 og það ógnar nú fjármálaheiminum.

Björgunaraðgerð seðlabankana er ætlað að auka lausafjármagnið á mörkuðunum, segir í tilkynningu frá Seðlabanka Evrópu um málið. Jafnframt kemur fram að bankarnir muni starfa náið saman á næstunni og taka nauðsynleg skref til að létta á ástandinu á mörkuðunum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×