Viðskipti innlent

Icesave-peningar ekki til Marels

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Erik Kaman og Árni oddur Hér sjást Erik Kaman, fjármálastjóri Marels, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.
Erik Kaman og Árni oddur Hér sjást Erik Kaman, fjármálastjóri Marels, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest. Fréttablaðið/ÓKÁ
Inneignir Icesave-reikninga í Hollandi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems.

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, segir fullyrðingar um annað í hollenska blaðinu Volkskrant vera rangar.

„Fyrst er á það að benda að kaupin voru að 50 prósentum fjármögnuð með eigin fé og svo með sambankaláni átta evrópskra banka,“ segir hann og bendir á að í ofanálag hafi fjármögnunin átt sér stað á síðasta ári, fyrir tilkomu Icesave.

Hörður segir þegar hafa verið farið fram á að aðrir hollenskir fjölmiðlar birti réttar upplýsingar um málið, en fréttin ranga var einnig tekin upp hér innanlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×